Skilmalar

Sendingarmátar

Vörur eru sendar frítt um allt land.

Ekki er farið með vöru í póst fyrr en greiðsla hefur borist. Allar vörur eru sendar til kaupanda með íslandspósti (www.postur.is) innan tveggja virkra daga sé vara til á lager.

Ef vara er ekki til á lager, þá verður haft samband við kaupanda með tölvupósti og honum tilkynnt hversu löng bið er eftir vörunni. Biðtími getur farið upp í eina viku.

Í einstaka tilfellum getur komið fyrir að vara sé uppseld en þá er haft samband við kaupanda með tölvupósti eða símleiðis.

Ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts gilda um afhendingu vörunnar. Helena.is ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Helena.is áskilur sér rétt til að aflýsa pöntun, hafi greiðsla ekki borist innan sólarhrings.

Skilafrestur

Skilafrestur er 14 dagar frá pöntun þegar pantað er í gegnum netverslunina og er þá hægt að skipta í aðra vöru, fá inneignarnótu eða fá endurgreitt.

Skilaréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð, óþvegin og í upprunalegu ástandi með verðmerkingum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Kaupandi greiðir sjálfur fyrir flutningskostnað við að skila vöru, nema ef um gallaða vöru er að ræða. Vinsamlegast hafið samband við Helenu með spurningar.

Helena.is áskilur sér rétt til þess að neita að taka vöru til baka séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt. Athugið að ekki er hægt að skila né skipta vöru sem keypt er á útsölu. Ef vara er keypt á útsölu þá er eingöngu hægt að skipta henni í aðra útsöluvöru

Ekki er hægt að skila né skipta sérpöntuðum vörum (vörum sem saumaðar eru eftir málum).

Gölluð vara eða röng afgreiðsla:

Komi það fyrir að röng vara hafi verið send, vara hafi verið gölluð eða ekki í samræmi við vörulýsingu sendið þá tilkynningu tafarlaust um það á netfangið helena@helena.is eða hafið samband í síma 694-4999 á opnunartíma verslunar. Ef ekki er til ný vara í stað gallaðrar eða rangrar vöru og ekki er hægt að bæta vöruna fæst varan endurgreidd. Sé gölluð/röng vara endursend í pósti er nauðsynlegt að sendandi hafi kvittun (sendingarnúmer) fyrir sendingunni svo hægt sé að rekja sendinguna.